A A A A A

Leyndardóma: [Risaeðlur]


JESAJA 27:1
Á þeim degi mun Drottinn með hinu harða, mikla og sterka sverði sínu hegna Levjatan, hinum flughraða dreka, Levjatan, hinum bugðótta dreka, og bana sjóskrímslinu.

1 MÓSE 1:21
Þá skapaði Guð hin stóru lagardýr og allar hinar lifandi skepnur, sem hrærast og vötnin eru kvik af, eftir þeirra tegund, og alla fleyga fugla eftir þeirra tegund. Og Guð sá, að það var gott.

SÁLMARNIR 104:26
Þar fara skipin um og Levjatan, er þú hefir skapað til þess að leika sér þar.

RÓMVERJA 1:18
Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni,

1 MÓSE 1:24-31
[24] Guð sagði: "Jörðin leiði fram lifandi skepnur, hverja eftir sinni tegund: fénað, skriðkvikindi og villidýr, hvert eftir sinni tegund." Og það varð svo.[25] Guð gjörði villidýrin, hvert eftir sinni tegund, fénaðinn eftir sinni tegund og alls konar skriðkvikindi jarðarinnar eftir sinni tegund. Og Guð sá, að það var gott.[26] Guð sagði: "Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni."[27] Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.[28] Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: "Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni."[29] Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.[30] Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu." Og það varð svo.[31] Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn sjötti dagur.

JOBSBÓK 40:15-24
[15] Sjá, nykurinn sem ég hefi skapað eins og þig, hann etur gras eins og naut.[16] Sjá, kraftur hans er í lendum hans og afl hans í kviðvöðvunum.[17] Hann sperrir upp stertinn eins og sedrustré, lærsinar hans eru ofnar saman.[18] Leggir hans eru eirpípur, beinin eins og járnstafur.[19] Hann er frumgróði Guðs verka, sá er skóp hann, gaf honum sverð hans.[20] Fjöllin láta honum grasbeit í té, og þar leika sér dýr merkurinnar.[21] Hann liggur undir lótusrunnum í skjóli við reyr og sef.[22] Lótusrunnarnir breiða skugga yfir hann, lækjarpílviðirnir lykja um hann.[23] Sjá, þegar vöxtur kemur í ána, skelfist hann ekki, hann er óhultur, þótt fljót belji á skolti hans.[24] Getur nokkur veitt hann með því að ganga framan að honum, getur nokkur dregið taug gegnum nasir hans?

JOBSBÓK 41:1-10
[1] Getur þú veitt krókódílinn á öngul, getur þú heft tungu hans með snæri?[2] Dregur þú seftaug gegnum nasir hans og rekur þú krók gegnum kjálka honum?[3] Ætli hann beri fram fyrir þig margar auðmjúkar bænir eða mæli til þín blíðum orðum?[4] Mun hann gjöra við þig sáttmála, svo að þú takir hann að ævinlegum þræli?[5] Munt þú leika þér að honum eins og litlum fugli og getur þú bundið hann fastan fyrir smámeyjar þínar?[6] Manga fiskveiðafélagar um hann, skipta þeir honum meðal kaupmanna?[7] Getur þú fyllt húð hans broddum og haus hans skutlum?[8] Legg hönd þína á hann - hugsaðu þér, hvílík viðureign! Þú gjörir það ekki aftur.[9] Já, von mannsins bregst, hann fellur þegar flatur fyrir sjóninni einni saman.[10] Enginn er svo fífldjarfur, að hann þori að egna hann, - og hver er þá sá, er þori að ganga fram fyrir mitt auglit?

JÓSÚABÓK 10:1-10
[1] Er Adónísedek, konungur í Jerúsalem, frétti að Jósúa hefði unnið Aí og gjöreytt hana, að hann hefði farið með Aí og konung hennar eins og hann fór með Jeríkó og konung hennar, og að Gíbeonbúar hefðu gjört frið við Ísrael og byggju meðal þeirra,[2] þá urðu þeir mjög hræddir, því að Gíbeon var stór borg, engu minni en konungaborgirnar, og hún var stærri en Aí og allir borgarbúar hreystimenn.[3] Sendi Adónísedek, konungur í Jerúsalem, þá til Hóhams, konungs í Hebron, til Pírams, konungs í Jarmút, til Jafía, konungs í Lakís, og til Debírs, konungs í Eglon, og lét segja þeim:[4] "Komið til móts við mig og veitið mér fulltingi, að vér megum vinna Gíbeon, því að hún hefir gjört frið við Jósúa og Ísraelsmenn."[5] Þá söfnuðust saman fimm konungar Amoríta og fóru þangað með öllu liði sínu: konungurinn í Jerúsalem, konungurinn í Hebron, konungurinn í Jarmút, konungurinn í Lakís og konungurinn í Eglon. Settust þeir um Gíbeon og tóku að herja á hana.[6] Gíbeonmenn sendu þá til Jósúa í herbúðirnar í Gilgal, og létu segja honum: "Slá ekki hendi þinni af þjónum þínum. Kom sem skjótast oss til hjálpar og veit oss fulltingi, því að allir konungar Amoríta, þeirra er búa í fjalllendinu, hafa safnast saman í móti oss."[7] Þá fór Jósúa frá Gilgal með allt lið sitt og alla kappa sína.[8] Drottinn sagði við Jósúa: "Þú skalt ekki hræðast þá, því að ég mun gefa þá í þínar hendur. Enginn þeirra mun fá staðist fyrir þér."[9] Jósúa kom nú að þeim óvörum, því að hann hélt áfram ferðinni alla nóttina frá Gilgal.[10] Og Drottinn gjörði þá felmtsfulla fyrir Ísrael og biðu þeir mikinn ósigur við Gíbeon, en hinir eltu þá í áttina til stígsins, er liggur upp að Bet Hóron, og felldu menn á flóttanum allt til Aseka og Makeda.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.