A A A A A

Lífið: [Fegurð]


1 PÉTURS 3:3-4
[3] Skart yðar sé ekki ytra skart, hárgreiðslur, gullskraut og viðhafnarbúningur,[4] heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs.

2 KORIN 4:16
Fyrir því látum vér ekki hugfallast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður.

EFESUSMANNA 2:10
Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.

1 MÓSE 1:27
Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.

JESAJA 40:8
Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega."

FILIPPÍMANN 4:8
Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

SÁLMARNIR 139:14
Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.

RÓMVERJA 8:6
Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.

LJÓÐALJÓÐIN 4:7
Öll ertu fögur, vina mín, og á þér eru engin lýti.

MATTEUSARGUÐSPJALL 6:28-29
[28] Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.[29] En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.

1 TÍMÓT 2:9-10
[9] Sömuleiðis vil ég, að konur skrýði sig sæmandi búningi, með blygð og hóglæti, ekki með fléttum og gulli eða perlum og skartklæðum,[10] heldur með góðum verkum, eins og sómir konum, er Guð vilja dýrka.

1 SAMÚELSBÓK 16:7
En Drottinn sagði við Samúel: "Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt því að ég hefi hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað."

PRÉDIKARINN 3:11
Allt hefir hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra, aðeins fær maðurinn ekki skilið það verk, sem Guð gjörir, frá upphafi til enda.

GALATAMANNA 3:26-27
[26] Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú.[27] Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi.

ORÐSKVIÐIRNIR 3:15-18
[15] Hún er dýrmætari en perlur, og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana.[16] Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðingar í vinstri hendi hennar.[17] Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni.[18] Hún er lífstré þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana.

ESEKÍEL 28:17-18
[17] Hjarta þitt varð hrokafullt af fegurð þinni, þú gjörðir speki þína að engu vegna viðhafnarljóma þíns. Ég varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungum, svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig.[18] Með hinum mörgu misgjörðum þínum, með hinni óráðvöndu kaupverslun þinni vanhelgaðir þú helgidóma þína. Þá lét ég eld brjótast út frá þér, hann eyddi þér, og ég gjörði þig að ösku á jörðinni í augsýn allra, er sáu þig.

JAKOBS 1:23
Því að ef einhver er heyrandi orðsins og ekki gjörandi, þá er hann líkur manni, er skoðar andlit sitt í spegli.

MATTEUSARGUÐSPJALL 23:28
Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis.

ORÐSKVIÐIRNIR 31:30
Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.