A A A A A

Lífið: [Ættleiðing]


1 SAMÚELSBÓK 1:27
Um svein þennan gjörði ég bæn mína, og Drottinn veitti mér bæn mína, sem ég bað hann um.

2 KORIN 6:18
og ég mun vera yður faðir, og þér munuð vera mér synir og dætur, segir Drottinn alvaldur.

5 MÓSE 10:18
Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði.

HÓSEA 14:3
Assýría skal eigi framar hjálpa oss, vér viljum eigi ríða stríðshestum og eigi framar segja ,Guð vor' við verk handa vorra. Því að hjá þér hlýtur hinn munaðarlausi líkn!"

JESAJA 40:31
en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

JAKOBS 1:27
Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.

JEREMÍA 29:11
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

MATTEUSARGUÐSPJALL 25:40
Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.'

ORÐSKVIÐIRNIR 13:12
Langdregin eftirvænting gjörir hjartað sjúkt, en uppfyllt ósk er lífstré.

SÁLMARNIR 82:3
Rekið réttar bágstaddra og föðurlausra, látið hinn þjáða og fátæka ná rétti sínum,

SÁLMARNIR 146:9
Drottinn varðveitir útlendingana, hann annast ekkjur og föðurlausa, en óguðlega lætur hann fara villa vegar.

SÁLMARNIR 68:5-6
[5] Hann er faðir föðurlausra, vörður ekknanna, Guð í sínum heilaga bústað.[6] Guð lætur hina einmana hverfa heim aftur, hann leiðir hina fjötruðu út til hamingju, en uppreisnarseggir skulu búa í hrjóstrugu landi.

ORÐSKVIÐIRNIR 31:8-9
[8] Ljúk þú upp munni þínum fyrir hinn mállausa, fyrir málefni allra þeirra manna, sem eru að örmagnast.[9] Ljúk þú upp munni þínum, dæm með réttvísi og rétt þú hlut hinna voluðu og snauðu.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 1:12-13
[12] En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.[13] Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.

GALATAMANNA 4:4-5
[4] En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli, -[5] til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, - og vér fengjum barnaréttinn.

RÓMVERJA 8:14-17
[14] Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.[15] En þér hafið ekki fengið anda, sem gjörir yður að þrælum að lifa aftur í hræðslu, heldur hafið þér fengið anda, sem gefur yður barnarétt. Í þeim anda köllum vér: "Abba, faðir!"[16] Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.[17] En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum.

SÁLMARNIR 10:14-18
[14] Þú gefur gaum að mæðu og böli til þess að taka það í hönd þína. Hinn bágstaddi felur þér það; þú ert hjálpari föðurlausra.[15] Brjót þú armlegg hins óguðlega, og er þú leitar að guðleysi hins vonda, finnur þú það eigi framar.[16] Drottinn er konungur um aldur og ævi, heiðingjum er útrýmt úr landi hans.[17] Þú hefir heyrt óskir hinna voluðu, Drottinn, þú eykur þeim hugrekki, hneigir eyra þitt.[18] Þú lætur hina föðurlausu og kúguðu ná rétti sínum. Eigi skulu menn af moldu framar beita kúgun.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.