A A A A A

Góð Karakter: [Umhyggju]


1 TÍMÓT 5:4
En ef einhver ekkja á börn eða barnabörn, þá læri þau fyrst og fremst að sýna rækt eigin heimili og endurgjalda foreldrum sínum, því að það er þóknanlegt fyrir augliti Guðs.

1 TÍMÓT 3:15
til þess að þú skulir vita, ef mér seinkar, hvernig á að haga sér í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 8:32
og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa."

OPINBERUN 17:5
Og á enni hennar var ritað nafn, sem er leyndardómur: Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar.

JAKOBS 1:27
Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 6:54
Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, hefur eilíft líf, og ég reisi hann upp á efsta degi.

MARKÚSARGUÐSPJALL 6:3
Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss?" Og þeir hneyksluðust á honum.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 14:6
Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

1 MÓSE 1:1-7
[1] Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.[2] Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum.[3] Guð sagði: "Verði ljós!" Og það varð ljós.[4] Guð sá, að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu.[5] Og Guð kallaði ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur.[6] Guð sagði: "Verði festing milli vatnanna, og hún greini vötn frá vötnum."[7] Þá gjörði Guð festinguna og greindi vötnin, sem voru undir festingunni, frá þeim vötnum, sem voru yfir henni. Og það varð svo.

1 TÍMÓT 5:8
En ef einhver sér eigi fyrir sínum, sérstaklega heimilismönnum, þá hefur hann afneitað trúnni og er verri en vantrúaður.

GALATAMANNA 1:19
Engan af hinum postulunum sá ég, heldur aðeins Jakob, bróður Drottins.

MALAKÍ 1:11
Frá upprás sólar allt til niðurgöngu hennar er nafn mitt mikið meðal þjóðanna, og alls staðar er nafni mínu fórnað reykelsi og hreinni matfórn, því að nafn mitt er mikið meðal þjóðanna - segir Drottinn allsherjar.

1 MÓSE 2:7
Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 3:3-5
[3] Jesús svaraði honum: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju."[4] Nikódemus segir við hann: "Hvernig getur maður fæðst, þegar hann er orðinn gamall? Skyldi hann geta komist aftur í líf móður sinnar og fæðst?"[5] Jesús svaraði: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda.

HEBREA 12:14
Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið.

OPINBERUN 17:18
Og konan, sem þú sást, er borgin mikla, sem heldur ríki yfir konungum jarðarinnar."

MATTEUSARGUÐSPJALL 16:18
Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast.

1 MÓSE 1:1
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

2 MÓSE 15:3
Drottinn er stríðshetja, Drottinn er hans nafn.

OPINBERUN 17:9
Hér reynir á skilning og speki. Höfuðin sjö eru sjö fjöll, sem konan situr á. Það eru líka sjö konungar.

FILIPPÍMANN 4:6-7
[6] Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.[7] Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.

GALATAMANNA 4:19
börn mín, sem ég að nýju el með harmkvælum, þangað til Kristur er myndaður í yður!

1 PÉTURS 3:15
En helgið Krist sem Drottin í hjörtum yðar. Verið ætíð reiðubúnir að svara hverjum manni sem krefst raka hjá yður fyrir voninni, sem í yður er.

OPINBERUN 17:1
Og einn af englunum sjö, sem halda á skálunum sjö, kom til mín og sagði: "Kom hingað, og ég mun sýna þér dóminn yfir skækjunni miklu, sem er við vötnin mörgu.

MATTEUSARGUÐSPJALL 18:15-18
[15] Ef bróðir þinn syndgar [gegn þér], skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú unnið bróður þinn.[16] En láti hann sér ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að ,hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.'[17] Ef hann skeytir þeim ekki, þá seg það söfnuðinum, og skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, þá sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.[18] Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni.

EFESUSMANNA 1:22-23
[22] Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu.[23] En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu.

EFESUSMANNA 5:23
Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns.

POSTULASAGAN 4:32
En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt.

1 KORIN 1:10
En ég áminni yður, bræður, í nafni Drottins vors Jesú Krists, að þér séuð allir samhuga og ekki séu flokkadrættir á meðal yðar, heldur að þér séuð fullkomlega sameinaðir í sama hugarfari og í sömu skoðun.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 12:48
Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 14:28
Þér heyrðuð, að ég sagði við yður: ,Ég fer burt og kem til yðar.' Ef þér elskuðuð mig, yrðuð þér glaðir af því, að ég fer til föðurins, því faðirinn er mér meiri.

HEBREA 1:14
Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?

MATTEUSARGUÐSPJALL 18:10
Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður.

EFESUSMANNA 6:12
Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 17:17
Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.

OPINBERUN 2:9
Ég þekki þrengingu þína og fátækt - en þú ert samt auðugur. Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim, sem segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur samkunda Satans.

SÁLMARNIR 68:5
Hann er faðir föðurlausra, vörður ekknanna, Guð í sínum heilaga bústað.

SÁLMARNIR 146:9
Drottinn varðveitir útlendingana, hann annast ekkjur og föðurlausa, en óguðlega lætur hann fara villa vegar.

GALATAMANNA 2:10
Það eitt var til skilið, að við skyldum minnast hinna fátæku, og einmitt þetta hef ég líka kappkostað að gjöra.

RÓMVERJA 3:23
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.