A A A A A

Góð Karakter: [Samþykki]


1 KORIN 5:11-13
[11] En nú rita ég yður, að þér skuluð ekki umgangast nokkurn þann, er nefnir sig bróður, en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkari eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þér skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni.[12] Hvað skyldi ég vera að dæma þá, sem fyrir utan eru? Dæmið þér ekki þá, sem fyrir innan eru?[13] Og mun ekki Guð dæma þá, sem fyrir utan eru? "Útrýmið hinum vonda úr yðar hópi."

1 JÓHANNESAR 1:9
Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.

1 PÉTURS 3:8-9
[8] Að lokum, verið allir samhuga, hluttekningarsamir, bróðurelskir, miskunnsamir, auðmjúkir.[9] Gjaldið ekki illt fyrir illt eða illmæli fyrir illmæli, heldur þvert á móti blessið, því að þér eruð til þess kallaðir að erfa blessunina.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

ORÐSKVIÐIRNIR 13:20
Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.

RÓMVERJA 2:11
Því að Guð fer ekki í manngreinarálit.

RÓMVERJA 5:8
En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.

RÓMVERJA 8:31
Hvað eigum vér þá að segja við þessu? Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

RÓMVERJA 14:1-2
[1] Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra.[2] Einn er þeirrar trúar, að alls megi neyta en hinn óstyrki neytir einungis jurtafæðu.

HEBREA 10:24-25
[24] Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka.[25] Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 6:35-37
[35] Jesús sagði þeim: "Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.[36] En ég hef sagt við yður: Þér hafið séð mig og trúið þó ekki.[37] Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.

KÓLOSSUMANN 3:12-14
[12] Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.[13] Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.[14] En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.

MATTEUSARGUÐSPJALL 5:38-42
[38] Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.'[39] En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.[40] Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka.[41] Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.[42] Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.

MATTEUSARGUÐSPJALL 25:34-40
[34] Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims.[35] Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,[36] nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.'[37] Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?[38] Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig?[39] Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?'[40] Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.'

RÓMVERJA 15:1-7
[1] Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss.[2] Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar.[3] Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: "Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér."[4] Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri.[5] En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú,[6] til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists.[7] Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar.

RÓMVERJA 14:10-19
[10] En þú, hví dæmir þú bróður þinn? Eða þá þú, hví fyrirlítur þú bróður þinn? Allir munum vér verða að koma fram fyrir dómstól Guðs.[11] Því að ritað er: "Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn, fyrir mér skulu öll kné beygja sig og sérhver tunga vegsama Guð."[12] Því skal þá sérhver af oss lúka Guði reikning fyrir sjálfan sig.[13] Dæmum því ekki framar hver annan. Ásetjið yður öllu heldur að verða bróður yðar ekki til ásteytingar eða falls.[14] Ég veit það og er þess fullviss, af því að ég lifi í samfélagi við Drottin Jesú, að ekkert er vanheilagt í sjálfu sér, nema þá þeim, sem heldur eitthvað vanheilagt, honum er það vanheilagt.[15] Ef bróðir þinn hryggist sökum þess, sem þú etur, þá ertu kominn af kærleikans braut. Hrind ekki með mat þínum í glötun þeim manni, sem Kristur dó fyrir.[16] Látið því ekki hið góða, sem þér eigið, verða fyrir lasti.[17] Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.[18] Hver sem þjónar Kristi á þann hátt, hann er Guði velþóknanlegur og vel metinn manna á meðal.[19] Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.