A A A A A

Guð: [Bölvun]


3 MÓSE 20:9
Hver sá, sem bölvar föður sínum eða móður sinni, skal líflátinn verða. Föður sínum eða móður sinni hefir hann bölvað, blóðsök hvílir á honum.

5 MÓSE 28:15
En ef þú hlýðir ekki raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og haldir allar skipanir hans og lög, er ég legg fyrir þig í dag, þá munu fram við þig koma og á þér hrína allar þessar bölvanir:

2 MÓSE 21:17
Hver sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða.

JEREMÍA 15:10
Vei mér, móðir mín, að þú skyldir fæða mig, mig sem allir menn í landinu deila og þrátta við. Ekkert hefi ég öðrum lánað og ekkert hafa aðrir lánað mér, og þó formæla þeir mér allir.

GALATAMANNA 3:13
Kristur keypti oss undan bölvun lögmálsins með því að verða bölvun fyrir oss, því að ritað er: "Bölvaður er hver sá, sem á tré hangir."

2 MÓSE 34:7
sem auðsýnir gæsku þúsundum og fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir, en lætur þeirra þó eigi með öllu óhegnt, heldur vitjar misgjörða feðranna á börnum og barnabörnum, já í þriðja og fjórða lið."

LÚKASARGUÐSPJALL 6:28
blessið þá, sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður.

4 MÓSE 14:18
,Drottinn er þolinmóður og gæskuríkur, fyrirgefur misgjörðir og afbrot, en lætur þau þó eigi með öllu óhegnd, heldur vitjar misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið.'

1 MÓSE 3:17
Og við manninn sagði hann: "Af því að þú hlýddir röddu konu þinnar og ást af því tré, sem ég bannaði þér, er ég sagði: ,Þú mátt ekki eta af því,' þá sé jörðin bölvuð þín vegna. Með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga.

ORÐSKVIÐIRNIR 26:2
Eins og spörfugl flögrar, eins og svala flýgur, eins er um óverðskuldaða formæling - hún verður eigi að áhrínsorðum.

5 MÓSE 5:9
Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, og í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata,

GALATAMANNA 5:1
Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok.

2 MÓSE 20:5
Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata,

2 KORIN 5:17
Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

1 JÓHANNESAR 4:4
Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum.

2 SAMÚELSBÓK 16:5-8
[5] Þegar Davíð konungur kom til Bahúrím, kom þaðan maður af kynþætti Sáls, sem Símeí hét, Gerason. Hann kom bölvandi og ragnandi[6] og kastaði steinum að Davíð og öllum þjónum Davíðs konungs, en allt fólkið og allir kapparnir gengu til hægri og vinstri hliðar honum.[7] En Símeí komst svo að orði í formælingum sínum: "Burt, burt, blóðhundurinn og hrakmennið![8] Nú lætur Drottinn þér í koll koma allt blóð ættar Sáls, í hvers stað þú ert konungur orðinn, og Drottinn hefir gefið konungdóminn í hendur Absalon syni þínum, og nú er ógæfan yfir þig komin, af því að þú ert blóðhundur."

5 MÓSE 21:23
þá skal líkami hans ekki vera náttlangt á trénu, heldur skalt þú jarða hann samdægurs. Því að sá er bölvaður af Guði, sem hengdur er, og þú skalt ekki saurga land þitt, það er Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar.

2 MÓSE 20:5-6
[5] Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata,[6] en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

1 SAMÚELSBÓK 17:43
Og Filistinn sagði við Davíð: "Er ég þá hundur, að þú kemur með staf á móti mér?" Og Filistinn formælti Davíð við guð sinn.

ESEKÍEL 18:20
Sá maður, sem syndgar, hann skal deyja. Sonur skal eigi gjalda misgjörðar föður síns og faðir skal eigi gjalda misgjörðar sonar síns. Ráðvendni hins ráðvanda skal koma niður á honum og óguðleiki hins óguðlega skal koma niður á honum.

JEREMÍA 31:29-30
[29] og til Babýlon mun hann flytja Sedekía, og þar mun hann verða, uns ég vitja hans - segir Drottinn. Þegar þér berjist við Kaldea, munuð þér enga sigurför fara?"[30] Jeremía svaraði: "Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

2 MÓSE 20:6
en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

5 MÓSE 18:10-12
[10] Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður[11] eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum.[12] Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér.

RÓMVERJA 8:37-39
[37] Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.[38] Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,[39] hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.

1 PÉTURS 5:8-9
[8] Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt.[9] Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum.

1 MÓSE 3:17-19
[17] Og við manninn sagði hann: "Af því að þú hlýddir röddu konu þinnar og ást af því tré, sem ég bannaði þér, er ég sagði: ,Þú mátt ekki eta af því,' þá sé jörðin bölvuð þín vegna. Með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga.[18] Þyrna og þistla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar.[19] Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!"

1 MÓSE 4:10-12
[10] Og Drottinn sagði: "Hvað hefir þú gjört? Heyr, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðinni![11] Og skalt þú nú vera bölvaður og burt rekinn af akurlendinu, sem opnaði munn sinn til að taka á móti blóði bróður þíns af þinni hendi.[12] Þegar þú yrkir akurlendið, skal það eigi framar gefa þér gróður sinn. Landflótta og flakkandi skalt þú vera á jörðinni."

1 MÓSE 9:18-27
[18] Synir Nóa, sem gengu úr örkinni, voru þeir Sem, Kam og Jafet, en Kam var faðir Kanaans.[19] Þessir eru synir Nóa þrír, og frá þeim byggðist öll jörðin.[20] Nói gjörðist akuryrkjumaður og plantaði víngarð.[21] Og hann drakk af víninu og varð drukkinn og lá nakinn í tjaldi sínu.[22] Og Kam, faðir Kanaans, sá nekt föður síns og sagði báðum bræðrum sínum frá, sem úti voru.[23] Þá tóku þeir Sem og Jafet skikkjuna og lögðu á herðar sér og gengu aftur á bak og huldu nekt föður síns, en andlit þeirra sneru undan, svo að þeir sáu ekki nekt föður síns.[24] Er Nói vaknaði af vímunni, varð hann þess áskynja, hvað sonur hans hinn yngri hafði gjört honum.[25] Þá mælti hann: Bölvaður sé Kanaan, auvirðilegur þræll sé hann bræðra sinna.[26] Og hann sagði: Lofaður sé Drottinn, Sems Guð, en Kanaan sé þræll þeirra.[27] Guð gefi Jafet mikið landrými, og hann búi í tjaldbúðum Sems, en Kanaan sé þræll þeirra.

1 KONUNGANNA 2:32-46
[32] Drottinn láti blóð hans koma honum í koll, þar sem hann vó tvo menn, er réttlátari voru og betri en hann, og myrti þá með sverði, án þess að Davíð faðir minn vissi af því, þá Abner Nersson, hershöfðingja Ísraels, og Amasa Jetersson, hershöfðingja Júda.[33] Skal blóð þeirra koma Jóab í koll og niðjum hans að eilífu, en Davíð og niðjar hans, hús hans og hásæti hljóti að eilífu heill af Drottni."[34] Síðan fór Benaja Jójadason, vann á honum og drap hann, og var hann grafinn í húsi sínu í eyðimörkinni.[35] Og konungur skipaði Benaja Jójadason yfir herinn í hans stað, og Sadók prest skipaði hann í stað Abjatars.[36] Því næst sendi konungur boð og lét kalla Símeí og sagði við hann: "Reis þér hús í Jerúsalem og bú þar, en eigi mátt þú fara neitt þaðan.[37] En það skaltu vita fyrir víst, að á þeim degi, sem þú fer þaðan og gengur yfir Kídronlæk, skaltu deyja. Mun þá blóð þitt sjálfum þér í koll koma."[38] Símeí svaraði konungi: "Það læt ég mér vel líka. Eins og minn herra konungurinn hefir sagt, svo skal þjónn þinn gjöra." Og Símeí bjó í Jerúsalem langa hríð.[39] Eftir þrjú ár bar svo við, að tveir þrælar Símeí struku til Akís Maakasonar, konungs í Gat. Og Símeí var sagt svo frá: "Þrælar þínir eru í Gat."[40] Þá tók Símeí sig til, söðlaði asna sinn og hélt til Gat til Akís til þess að leita að þrælum sínum, og Símeí fór og hafði heim með sér þræla sína frá Gat.[41] Var nú Salómon sagt frá því, að Símeí hefði farið frá Jerúsalem til Gat og væri kominn heim aftur.[42] Þá sendi konungur boð og lét kalla Símeí og sagði við hann: "Hefi ég ekki sært þig við Drottin og lagt ríkt á við þig og sagt: ,Það skaltu vita fyrir víst, að á þeim degi, sem þú gengur að heiman og fer eitthvað burt, skaltu deyja.' Og þú sagðir við mig: ,Ég hefi heyrt það og læt mér vel líka.'[43] Hvers vegna hefir þú ekki haldið eið þann, er Drottni var svarinn, og skipun þá er ég fyrir þig lagði?"[44] Enn fremur mælti konungur við Símeí: "Þú þekkir alla þá illsku og ert þér hennar meðvitandi, er þú hafðir í frammi við Davíð föður minn, og mun nú Drottinn láta þér illsku þína í koll koma.[45] En Salómon konungur blessist og hásæti Davíðs standi stöðugt fyrir Drottni að eilífu."[46] Og konungur bauð Benaja Jójadasyni, og hann fór og vann á honum, og lét hann þannig líf sitt.

JOBSBÓK 2:9
Þá sagði kona hans við hann: "Heldur þú enn fast við ráðvendni þína? Formæltu Guði og farðu að deyja!"

JOBSBÓK 19:17
Andi minn er konu minni framandlegur, og bræður mínir forðast mig.

JOBSBÓK 1:10
Handaverk hans hefir þú blessað, og fénaður hans breiðir sig um landið.

EFESUSMANNA 6:10-17
[10] Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.[11] Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.[12] Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.[13] Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.[14] Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins[15] og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.[16] Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.[17] Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.

MATTEUSARGUÐSPJALL 5:22
En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis.

RÓMVERJA 3:23
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

RÓMVERJA 6:23
Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.

1 MÓSE 9:25
Þá mælti hann: Bölvaður sé Kanaan, auvirðilegur þræll sé hann bræðra sinna.

SÁLMARNIR 104:9
Þú settir takmörk, sem þau mega ekki fara yfir, þau skulu ekki hylja jörðina framar.

1 MÓSE 6:12
Og Guð leit á jörðina, og sjá, hún var spillt orðin, því að allt hold hafði spillt vegum sínum á jörðinni.

1 MÓSE 7:20
Fimmtán álna hátt óx vatnið, svo að fjöllin fóru í kaf.

1 MÓSE 8:5-9
[5] Og vatnið var að réna allt til hins tíunda mánaðar. Í tíunda mánuðinum, á fyrsta degi mánaðarins, sáust fjallatindarnir.[6] Eftir fjörutíu daga lauk Nói upp glugga arkarinnar, sem hann hafði gjört,[7] og lét út hrafn. Hann flaug fram og aftur, þangað til vatnið þornaði á jörðinni.[8] Þá sendi hann út frá sér dúfu til að vita, hvort vatnið væri þorrið á jörðinni.[9] En dúfan fann ekki hvíldarstað fæti sínum og hvarf til hans aftur í örkina, því að vatn var enn yfir allri jörðinni. Og hann rétti út hönd sína og tók hana og fór með hana inn til sín í örkina.

1 MÓSE 9:11
Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina."

RÓMVERJA 12:14
Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.