A A A A A

Slæmur Karakter: [Einelti]


1 JÓHANNESAR 2:9
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu.

1 JÓHANNESAR 3:15
Hver sem hatar bróður sinn er manndrápari og þér vitið, að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér.

2 TÍMÓT 1:7
Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.

5 MÓSE 31:6
Verið hughraustir og öruggir, óttist eigi og hræðist þá eigi, því að Drottinn Guð þinn fer sjálfur með þér. Hann mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig."

EFESUSMANNA 4:29
Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.

EFESUSMANNA 6:12
Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.

3 MÓSE 19:18
Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.

MATTEUSARGUÐSPJALL 5:11
Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.

ORÐSKVIÐIRNIR 17:9
Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði.

ORÐSKVIÐIRNIR 22:10
Rek þú spottarann burt, þá fer deilan burt, og þá linnir þrætu og smán.

ORÐSKVIÐIRNIR 24:16
því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp, en óguðlegir steypast í ógæfu.

SÁLMARNIR 138:7
Þótt ég sé staddur í þrengingu, lætur þú mig lífi halda, þú réttir út hönd þína gegn reiði óvina minna, og hægri hönd þín hjálpar mér.

RÓMVERJA 2:1
Fyrir því hefur þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.

RÓMVERJA 12:18-19
[18] Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi.[19] Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn."

RÓMVERJA 12:20-21
[20] En "ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum."[21] Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.

LÚKASARGUÐSPJALL 6:27-28
[27] En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður,[28] blessið þá, sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður.

MATTEUSARGUÐSPJALL 5:44-45
[44] En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,[45] svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

JESAJA 41:11-13
[11] Sjá, allir fjandmenn þínir skulu verða til skammar og háðungar. Sökudólgar þínir skulu verða að engu og tortímast.[12] Þó að þú leitir að þrætudólgum þínum, skalt þú ekki finna þá. Þeir sem á þig herja, skulu hverfa og að engu verða.[13] Því að ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: "Óttast þú eigi, ég hjálpa þér!"

MATTEUSARGUÐSPJALL 5:38-41
[38] Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.'[39] En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.[40] Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka.[41] Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.

SÁLMARNIR 34:12-18
[12] Ef einhver óskar lífs, þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar,[13] þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali,[14] forðast illt og gjörðu gott, leita friðar og legg stund á hann.[15] Augu Drottins hvíla á réttlátum, og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra.[16] Auglit Drottins horfir á þá er illa breyta, til þess að afmá minningu þeirra af jörðunni.[17] Ef réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn, úr öllum nauðum þeirra frelsar hann þá.[18] Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.