A A A A A

Slæmur Karakter: [Reiði]


EFESUSMANNA 4:26-31
[26] Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar.[27] Gefið djöflinum ekkert færi.[28] Hinn stelvísi hætti að stela, en leggi hart að sér og gjöri það sem gagnlegt er með höndum sínum, svo að hann hafi eitthvað að miðla þeim, sem þurfandi er.[29] Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.[30] Hryggið ekki Guðs heilaga anda, sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins.[31] Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt.

JAKOBS 1:19-20
[19] Vitið, bræður mínir elskaðir: Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði.[20] Því að reiði manns ávinnur ekki það, sem rétt er fyrir Guði.

ORÐSKVIÐIRNIR 29:11
Heimskinginn úthellir allri reiði sinni, en vitur maður sefar hana að lokum.

PRÉDIKARINN 7:9
Ver þú eigi fljótur til að láta þér gremjast, því að gremja hvílir í brjósti heimskra manna.

ORÐSKVIÐIRNIR 15:1
Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.

ORÐSKVIÐIRNIR 15:18
Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu.

KÓLOSSUMANN 3:8
En nú skuluð þér segja skilið við allt þetta: Reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð.

JAKOBS 4:1-2
[1] Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar?[2] Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki.

ORÐSKVIÐIRNIR 16:32
Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir.

ORÐSKVIÐIRNIR 22:24
Legg eigi lag þitt við reiðigjarnan mann og haf eigi umgengni við fauta,

MATTEUSARGUÐSPJALL 5:22
En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis.

SÁLMARNIR 37:8-9
[8] Lát af reiði og slepp heiftinni, ver eigi of bráður, það leiðir til ills eins.[9] Illvirkjarnir verða afmáðir, en þeir er vona á Drottin, fá landið til eignar.

SÁLMARNIR 7:11
Guð er réttlátur dómari, hann reiðist illskunni dag hvern.

2 KONUNGANNA 11:9-10
[9] Hundraðshöfðingjarnir fóru með öllu svo sem Jójada prestur hafði boðið, sóttu hver sína menn, bæði þá er heim fóru hvíldardaginn og þá er út fóru hvíldardaginn og komu til Jójada prests.[10] Og presturinn fékk hundraðshöfðingjunum spjótin og skjölduna, er átt hafði Davíð konungur og voru í musteri Drottins.

2 KONUNGANNA 17:18
Þá reiddist Drottinn Ísrael ákaflega og rak þá burt frá augliti sínu. Ekkert varð eftir nema Júdaættkvísl ein.

ORÐSKVIÐIRNIR 14:29
Sá sem er seinn til reiði, er ríkur að skynsemd, en hinn bráðlyndi sýnir mikla fíflsku.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.