A A A A A

Englar og djöflar: [Englar]


1 MÓSE 2:1
Þannig algjörðist himinn og jörð og öll þeirra prýði.

KÓLOSSUMANN 1:16
Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans.

JOBSBÓK 38:1-7
[1] Þá svaraði Drottinn Job úr stormviðrinu og sagði:[2] Hver er sá, sem myrkvar ráðsályktun Guðs með óskynsamlegum orðum?[3] Gyrð lendar þínar eins og maður, þá mun ég spyrja þig, og þú skalt fræða mig.[4] Hvar varst þú, þegar ég grundvallaði jörðina? Seg fram, ef þú hefir þekkingu til.[5] Hver ákvað mál hennar - þú veist það! - eða hver þandi mælivaðinn yfir hana?[6] Á hvað var stólpum hennar hleypt niður, eða hver lagði hornstein hennar,[7] þá er morgunstjörnurnar sungu gleðisöng allar saman og allir guðssynir fögnuðu?

LÚKASARGUÐSPJALL 20:35-36
[35] en þeir sem verðir þykja að fá hlutdeild í komandi veröld og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast.[36] Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar.

OPINBERUN 4:8
Verurnar fjórar höfðu hver um sig sex vængi og voru alsettar augum, allt um kring og að innanverðu. Og eigi láta þær af, dag og nótt, að segja: Heilagur, heilagur, heilagur, Drottinn Guð, hinn alvaldi, hann sem var og er og kemur.

MATTEUSARGUÐSPJALL 22:30
Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni.

2 SAMÚELSBÓK 14:17
Þá hugsaði þerna þín með sjálfri sér: ,Orð míns herra konungsins skulu verða mér til fróunar, því að minn herra konungurinn líkist í því engli Guðs, að hann hlýðir á gott og illt.' Og Drottinn Guð þinn sé með þér."

LÚKASARGUÐSPJALL 15:10
Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun."

OPINBERUN 14:6
Og ég sá annan engil fljúga um háhvolf himins. Hann hélt á eilífum fagnaðarboðskap, til að boða þeim, sem á jörðunni búa, og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð,

JOBSBÓK 4:15-18
[15] Og vindgustur straukst fram hjá andliti mínu, hárin risu á líkama mínum.[16] Þarna stóð það - útlitið þekkti ég ekki -, einhver mynd fyrir augum mínum, ég heyrði ymjandi rödd:[17] "Er maðurinn réttlátur fyrir Guði, nokkur mannkind hrein fyrir skapara sínum?[18] Sjá, þjónum sínum treystir hann ekki, og hjá englum sínum finnur hann galla,

JESAJA 14:12-14
[12] Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna![13] Þú, sem sagðir í hjarta þínu: "Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri.[14] Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur Hinum hæsta!"

JÚDASAR 1:6
Og englana, sem ekki gættu tignar sinnar, heldur yfirgáfu eigin bústað, hefur hann í myrkri geymt í ævarandi fjötrum til dóms hins mikla dags.

1 PÉTURS 3:21-22
[21] Með því var skírnin fyrirmynduð, sem nú einnig frelsar yður, hún sem ekki er hreinsun óhreininda á líkamanum, heldur bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists,[22] sem uppstiginn til himna, situr Guði á hægri hönd, en englar, völd og kraftar eru undir hann lagðir.

1 PÉTURS 1:12
En þeim var opinberað, að eigi væri það fyrir sjálfa þá, heldur fyrir yður, að þeir þjónuðu að þessu, sem yður er nú kunngjört af þeim, sem boðuðu yður fagnaðarerindið í heilögum anda, sem er sendur frá himni. Inn í þetta fýsir jafnvel englana að skyggnast.

HEBREA 12:22
Nei, þér eruð komnir til Síonfjalls og borgar Guðs lifanda, hinnar himnesku Jerúsalem, til tugþúsunda engla,

OPINBERUN 5:11-12
[11] Þá sá ég og heyrði raust margra engla, sem stóðu hringinn í kringum hásætið og verurnar og öldungana, og tala þeirra var tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þúsunda.[12] Þeir sögðu með hárri röddu: Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóminn, visku og kraft, heiður og dýrð og lofgjörð.

SÁLMARNIR 78:25-49
[25] englabrauð fengu menn að eta, fæði sendi hann þeim til saðningar.[26] Hann lét austanvindinn taka sig upp í himninum og leiddi sunnanvindinn að með mætti sínum.[27] Hann lét kjöti rigna yfir þá sem dufti og vængjuðum fuglum sem sjávarsandi,[28] og hann lét þá falla niður í búðir sínar, umhverfis bústað sinn.[29] Átu þeir og urðu vel saddir, og græðgi þeirra sefaði hann.[30] En meðan þeir voru eigi horfnir frá græðgi sinni, meðan fæðan enn var í munni þeirra,[31] þá steig reiði Guðs upp í gegn þeim. Hann deyddi hina gildustu meðal þeirra og lagði að velli æskumenn Ísraels.[32] Þrátt fyrir allt þetta héldu þeir áfram að syndga og trúðu eigi á dásemdarverk hans.[33] Þá lét hann daga þeirra hverfa í hégóma og ár þeirra enda í skelfingu.[34] Þegar hann deyddi þá, leituðu þeir hans, sneru sér og spurðu eftir Guði[35] og minntust þess, að Guð var klettur þeirra og Guð hinn hæsti frelsari þeirra.[36] Þeir beittu við hann fagurgala með munni sínum og lugu að honum með tungum sínum.[37] En hjarta þeirra var eigi stöðugt gagnvart honum, og þeir voru eigi trúir sáttmála hans.[38] En hann er miskunnsamur, hann fyrirgefur misgjörðir og tortímir eigi, hann stillir reiði sína hvað eftir annað og hleypir eigi fram allri bræði sinni.[39] Hann minntist þess, að þeir voru hold, andgustur, sem líður burt og snýr eigi aftur.[40] Hversu oft þrjóskuðust þeir við hann í eyðimörkinni, hryggðu hann á öræfunum.[41] Og aftur freistuðu þeir Guðs og móðguðu Hinn heilaga í Ísrael.[42] Þeir minntust eigi handar hans, eður dags þess, er hann frelsaði þá frá fjandmönnum þeirra,[43] hann sem gjörði tákn sín í Egyptalandi og undur sín í Sóanhéraði.[44] Hann breytti ám þeirra í blóð og lækjum þeirra, svo að þeir fengu eigi drukkið.[45] Hann sendi flugur meðal þeirra, er bitu þá, og froska, er eyddu þeim.[46] Hann gaf engisprettunum afurðir þeirra og jarðvörgunum uppskeru þeirra.[47] Hann eyddi vínvið þeirra með haglhríð og mórberjatré þeirra með frosti.[48] Hann ofurseldi haglhríðinni fénað þeirra og eldingunni hjarðir þeirra.[49] Hann sendi heiftarreiði sína í gegn þeim, æði, bræði og nauðir, sveitir af sendiboðum ógæfunnar.

SÁLMARNIR 91:11
Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

SÁLMARNIR 103:20
Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur, er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans.

MATTEUSARGUÐSPJALL 4:6-11
[6] og segir við hann: "Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini."[7] Jesús svaraði honum: "Aftur er ritað: ,Ekki skalt þú freista Drottins, Guðs þíns.'"[8] Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra[9] og segir: "Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig."[10] En Jesús sagði við hann: "Vík brott, Satan! Ritað er: ,Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.'"[11] Þá fór djöfullinn frá Jesú. Og englar komu og þjónuðu honum.

MATTEUSARGUÐSPJALL 16:27
Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.

MATTEUSARGUÐSPJALL 18:10
Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður.

MATTEUSARGUÐSPJALL 24:31-35
[31] Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.[32] Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd.[33] Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum.[34] Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram.[35] Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.

LÚKASARGUÐSPJALL 4:10
því að ritað er: Hann mun fela englum sínum að gæta þín

JÓHANNESARGUÐSPJALL 20:11-12
[11] En María stóð úti fyrir gröfinni og grét. Grátandi laut hún inn í gröfina[12] og sá tvo engla í hvítum klæðum sitja þar sem líkami Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta.

KÓLOSSUMANN 2:18
Látið þá ekki taka af yður hnossið, sem þykjast af auðmýkt sinni og engladýrkun og státa af sýnum sínum. Þeir hrokast upp af engu í hyggju holds síns

HEBREA 1:14
Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?

HEBREA 2:6-13
[6] Einhvers staðar er vitnað: Hvað er maður, að þú minnist hans? Eða mannssonur, að þú vitjir hans?[7] Skamma stund gjörðir þú hann englunum lægri. Þú hefur krýnt hann vegsemd og heiðri. Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna.[8] Allt hefur þú lagt undir fætur hans. Með því að leggja allt undir hann, þá hefur hann ekkert það eftir skilið, er ekki sé undir hann lagt. Ennþá sjáum vér ekki, að allir hlutir séu undir hann lagðir.[9] En vér sjáum, að Jesús, sem "skamma stund var gjörður englunum lægri," er "krýndur vegsemd og heiðri" vegna dauðans sem hann þoldi. Af Guðs náð skyldi hann deyja fyrir alla.[10] Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.[11] Því að sá sem helgar og þeir sem helgaðir verða eru allir frá einum komnir. Þess vegna telur hann sér eigi vanvirðu að kalla þá bræður,[12] er hann segir: Ég mun kunnugt gjöra nafn þitt bræðrum mínum, ég mun syngja þér lof mitt í söfnuðinum.[13] Og aftur: Ég mun treysta á hann. Og enn fremur: Sjá, hér er ég og börnin, er Guð gaf mér.

HEBREA 13:2
Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita.

2 PÉTURS 2:4
Ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu. Hann steypti þeim niður í undirdjúpin og setti þá í myrkrahella, þar sem þeir eru geymdir til dómsins.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.