A A A A A

Englar og djöflar: [Erkienglar]


JÚDASAR 1:9
Eigi dirfðist einu sinni höfuðengillinn Míkael að leggja lastmælisdóm á djöfulinn, er hann átti í orðadeilu við hann um líkama Móse, heldur sagði: "Drottinn refsi þér!"

DANÍEL 10:13-21
[13] En verndarengill Persaríkis stóð í móti mér tuttugu og einn dag, en sjá, Míkael, einn af fremstu verndarenglunum, kom mér til hjálpar, og hann skildi ég eftir þar hjá Persakonungum.[14] Og nú er ég kominn til að fræða þig á því, sem fram við þjóð þína mun koma á hinum síðustu tímum, því að enn á sýnin við þá daga."[15] Og er hann talaði þessum orðum til mín, leit ég til jarðar og þagði.[16] Og sjá, einhver í mannslíki snart varir mínar, og ég lauk upp munni mínum, talaði og sagði við þann, sem stóð frammi fyrir mér: "Herra minn, sökum sýnarinnar eru kvalir þessar yfir mig komnar, og kraftur minn er þrotinn.[17] Og hvernig ætti ég, þjónn þinn, herra, að geta talað við slíkan mann sem þú ert, herra? Og nú er allur kraftur minn að þrotum kominn, og enginn lífsandi er í mér eftir orðinn."[18] Sá sem í mannslíki var, snart mig þá aftur, styrkti mig[19] og sagði: "Óttast þú ekki, ástmögur, friður sé með þér! Vertu hughraustur, vertu hughraustur!" Og er hann talaði við mig, fann ég að ég styrktist og sagði: "Tala þú, herra minn, því að þú hefir gjört mig styrkan."[20] Þá sagði hann: "Veistu, hvers vegna ég er til þín kominn? En nú verð ég að snúa aftur til þess að berjast við verndarengil Persíu, og þegar ég fer af stað, sjá, þá kemur verndarengill Grikklands.[21] Þó vil ég gjöra þér kunnugt, hvað skrifað er í bók sannleikans, þótt enginn veiti mér lið móti þeim, nema Míkael, verndarengill yðar.

DANÍEL 12:1
En á þeim tíma mun Míkael, hinn mikli verndarengill, sá er verndar landa þína, fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til og allt til þess tíma. Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða, allir þeir sem skráðir finnast í bókinni.

1 ÞESSA 4:16
Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.

DANÍEL 9:21
já, meðan ég enn var að tala í bæninni, kom að mér um það bil, er kveldfórn er fram borin, maðurinn Gabríel, sem ég hafði áður séð í sýninni, þá er ég hné í ómegin.

DANÍEL 8:11-16
[11] Já, það óx móti höfðingja hersins, og það lét afnema hina daglegu fórn, og hans heilagi bústaður var niður rifinn.[12] Og herinn var framseldur ásamt hinni daglegu fórn vegna misgjörðarinnar, og hornið varp sannleikanum til jarðar, já, slíkt gjörði það og var giftudrjúgt.[13] Þá heyrði ég einn heilagan tala, og annar heilagur sagði við hinn, sem talaði: "Hvað á hún sér langan aldur þessi sýn um hina daglegu fórn og um hinn hræðilega glæp, frá því er hann framselur helgidóminn og herinn, svo að hann verði niður troðinn?"[14] Og hann sagði við hann: "Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag."[15] Þegar ég, Daníel, sá þessa sýn og leitaðist við að skilja hana, þá stóð allt í einu einhver frammi fyrir mér, líkur manni ásýndar.[16] Og ég heyrði mannsraust milli Úlaí-bakka, sem kallaði og sagði: "Gabríel, útskýr þú sýnina fyrir þessum manni."

OPINBERUN 12:7-9
[7] Þá hófst stríð á himni: Míkael og englar hans fóru að berjast við drekann. Drekinn barðist og englar hans,[8] en þeir fengu eigi staðist og eigi héldust þeir heldur lengur við á himni.[9] Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum.

LÚKASARGUÐSPJALL 1:26
En á sjötta mánuði var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret,

HEBREA 1:14
Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?

JÓSÚABÓK 5:13-15
[13] Það bar til, er Jósúa var staddur hjá Jeríkó, að hann leit upp og sá, hvar maður stóð gegnt honum með brugðið sverð í hendi. Jósúa gekk til hans og sagði við hann: "Hvort ert þú vor maður eða af óvinum vorum?"[14] Hann svaraði: "Nei! heldur er ég fyrirliði fyrir hersveit Drottins. Nú er ég kominn." Þá féll Jósúa fram á ásjónu sína til jarðar, laut og sagði: "Hvað vilt þú, herra, mæla við þjón þinn?"[15] Þá sagði fyrirliðinn fyrir hersveit Drottins við Jósúa: "Drag skó þína af fótum þér, því að það er heilagur staður, er þú stendur á!" Og Jósúa gjörði svo.

MATTEUSARGUÐSPJALL 18:10
Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður.

2 MÓSE 3:2
Þá birtist honum engill Drottins í eldsloga, sem lagði út af þyrnirunna nokkrum. Og er hann gætti að, sá hann, að þyrnirunninn stóð í ljósum loga, en brann ekki.

OPINBERUN 1:4
Frá Jóhannesi til safnaðanna sjö, sem í Asíu eru. Náð sé með yður og friður frá honum, sem er og var og kemur, og frá öndunum sjö, sem eru frammi fyrir hásæti hans,

MATTEUSARGUÐSPJALL 22:30
Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni.

JOBSBÓK 1:6
Nú bar svo til einn dag, að synir Guðs komu til þess að ganga fyrir Drottin, og kom Satan og meðal þeirra.

LÚKASARGUÐSPJALL 20:36
Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.