A A A A A

Viðbótarupplýsingar: [Brotið Hjarta]


1 KORIN 13:7
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

1 PÉTURS 5:7
Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.

1 SAMÚELSBÓK 16:7
En Drottinn sagði við Samúel: "Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt því að ég hefi hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað."

2 KORIN 5:7
því að vér lifum í trú, en sjáum ekki.

2 KORIN 12:9
Og hann hefur svarað mér: "Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika." Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér.

HEBREA 13:5
Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefur sjálfur sagt: "Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig."

JESAJA 6:1
Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn.

JESAJA 41:10
Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.

JESAJA 57:15
Já, svo segir hinn hái og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur: Ég bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda, til þess að lífga anda hinna lítillátu og til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu.

JEREMÍA 29:11
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 12:40
Hann hefur blindað augu þeirra og forhert hjarta þeirra, að þeir sjái ekki með augunum né skilji með hjartanu og snúi sér og ég lækni þá.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 14:1
"Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 14:27
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.

JÓHANNESARGUÐSPJALL 16:33
Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn."

LÚKASARGUÐSPJALL 24:38
Hann sagði við þá: "Hví eruð þér óttaslegnir og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar?

MARKÚSARGUÐSPJALL 11:23
Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: ,Lyft þér upp, og steyp þér í hafið,' og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því.

MATTEUSARGUÐSPJALL 5:8
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.

MATTEUSARGUÐSPJALL 11:28
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.

ORÐSKVIÐIRNIR 3:5
Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.

SÁLMARNIR 34:18
Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.

SÁLMARNIR 51:17
Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.

SÁLMARNIR 55:22
Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum.

SÁLMARNIR 147:3
Hann læknar þá, er hafa sundurkramið hjarta, og bindur um benjar þeirra.

OPINBERUN 21:4
Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."

RÓMVERJA 8:28
Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.

RÓMVERJA 12:2
Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

ORÐSKVIÐIRNIR 4:23
Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.

ORÐSKVIÐIRNIR 3:5-6
[5] Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.[6] Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.

1 KORIN 6:19-20
[19] Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin.[20] Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar.

FILIPPÍMANN 4:6-7
[6] Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.[7] Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.

MATTEUSARGUÐSPJALL 11:28-30
[28] Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.[29] Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.[30] Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt."

SÁLMARNIR 34:1-22
[1] Sálmur Davíðs, þá er hann gjörði sér upp vitfirringu frammi fyrir Abímelek, svo að Abímelek rak hann í burt, og hann fór burt. Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.[2] Sál mín hrósar sér af Drottni, hinir hógværu skulu heyra það og fagna.[3] Miklið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.[4] Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist.[5] Lítið til hans og gleðjist, og andlit yðar skulu eigi blygðast.[6] Hér er volaður maður sem hrópaði, og Drottinn heyrði hann og hjálpaði honum úr öllum nauðum hans.[7] Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann, og frelsar þá.[8] Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.[9] Óttist Drottin, þér hans heilögu, því að þeir er óttast hann líða engan skort.[10] Ung ljón eiga við skort að búa og svelta, en þeir er leita Drottins fara einskis góðs á mis.[11] Komið, börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður ótta Drottins.[12] Ef einhver óskar lífs, þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar,[13] þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali,[14] forðast illt og gjörðu gott, leita friðar og legg stund á hann.[15] Augu Drottins hvíla á réttlátum, og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra.[16] Auglit Drottins horfir á þá er illa breyta, til þess að afmá minningu þeirra af jörðunni.[17] Ef réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn, úr öllum nauðum þeirra frelsar hann þá.[18] Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.[19] Margar eru raunir réttláts manns, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.[20] Hann gætir allra beina hans, ekki eitt af þeim skal brotið.[21] Ógæfa drepur óguðlegan mann, þeir er hata hinn réttláta, skulu sekir dæmdir.[22] Drottinn frelsar líf þjóna sinna, enginn sá er leitar hælis hjá honum, mun sekur dæmdur.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.