A A A A A

Viðbótarupplýsingar: [Viðurstyggð]


DANÍEL 11:31
Herflokkar hans munu bera hærri hlut og vanhelga helgidóminn, vígið, afnema hina daglegu fórn og reisa þar viðurstyggð eyðingarinnar.

DANÍEL 12:11
Og frá þeim tíma, er hin daglega fórn verður afnumin og viðurstyggð eyðingarinnar upp reist, munu vera eitt þúsund tvö hundruð og níutíu dagar.

5 MÓSE 22:5
Eigi skal kona ganga í karlmannsbúningi og eigi skal karlmaður fara í kvenmannsföt, því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni Guði þínum andstyggilegur.

5 MÓSE 23:18
Þú skalt eigi bera skækjulaun eða hundsgjald inn í hús Drottins Guðs þíns eftir neinu heiti, því að einnig hvort tveggja þetta er Drottni Guði þínum andstyggilegt.

5 MÓSE 24:4
þá má ekki fyrri maður hennar, sá er við hana skildi, taka hana aftur sér að eiginkonu, eftir að hún er saurguð orðin, því að slíkt er andstyggilegt fyrir Drottni, og þú skalt eigi flekka landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar.

JESAJA 1:13
Berið eigi lengur fram fánýtar matfórnir; þær eru mér andstyggilegur fórnarreykur! Tunglkomur, hvíldardagar, hátíðastefnur, - ég fæ eigi þolað að saman fari ranglæti og hátíðaþröng.

3 MÓSE 7:18
En sé á þriðja degi nokkuð etið af kjöti heillafórnarinnar, þá mun það eigi verða velþóknanlegt, það skal eigi tilreiknast þeim, er fram bar það. Það skal talið skemmt kjöt. Á hverjum þeim, er etur af því, skal misgjörð hvíla.

3 MÓSE 18:22
Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.

ORÐSKVIÐIRNIR 11:1
Svikavog er Drottni andstyggð, en full vog yndi hans.

ORÐSKVIÐIRNIR 11:20
Andstyggð fyrir Drottni eru þeir, sem hafa rangsnúið hjarta, en yndi hans þeir, er breyta ráðvandlega.

ORÐSKVIÐIRNIR 12:22
Lygavarir eru Drottni andstyggð, en þeir sem sannleik iðka, eru yndi hans.

ORÐSKVIÐIRNIR 15:8
Fórn óguðlegra er Drottni andstyggð, en bæn hreinskilinna er honum þóknanleg.

ORÐSKVIÐIRNIR 15:26
Ill áform eru Drottni andstyggð, en hrein eru vingjarnleg orð.

ORÐSKVIÐIRNIR 16:5
Sérhver hrokafullur maður er Drottni andstyggð, hér er höndin upp á það: hann sleppur ekki óhegndur!

ORÐSKVIÐIRNIR 17:15
Sá sem sekan sýknar, og sá sem saklausan sakfellir, þeir eru báðir Drottni andstyggð.

ORÐSKVIÐIRNIR 20:10
Tvenns konar vog og tvenns konar mál, það er hvort tveggja Drottni andstyggð.

ORÐSKVIÐIRNIR 20:23
Tvenns konar vog er Drottni andstyggð, og svikavog er ekki góð.

ORÐSKVIÐIRNIR 28:9
Sá sem snýr eyra sínu frá til þess að heyra ekki lögmálið, - jafnvel bæn hans er andstyggð.

OPINBERUN 21:27
Og alls ekkert óhreint skal inn í hana ganga né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi, engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins.

MARKÚSARGUÐSPJALL 13:14
En þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar standa þar, er ekki skyldi - lesandinn athugi það - þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla.

MATTEUSARGUÐSPJALL 24:15
Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað," - lesandinn athugi það -

RÓMVERJA 1:26-27
[26] Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg,[27] og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.

3 MÓSE 20:12-13
[12] Og leggist maður með tengdadóttur sinni, þá skulu þau bæði líflátin verða. Svívirðing hafa þau framið, blóðsök hvílir á þeim.[13] Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.

ORÐSKVIÐIRNIR 6:16-20
[16] Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð:[17] drembileg augu, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði,[18] hjarta sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur sem fráir eru til illverka,[19] ljúgvottur sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.[20] Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar.

Icelandic Bible 2007
© 2007 Icelandic Bible Society.